Flýgur björgunarþyrlu í USA

LT. Dan Gillis framan við okkar góðu TF-SIF.
LT. Dan Gillis framan við okkar góðu TF-SIF.

Ungur Bandaríkjamaður, LT. Dan Gillis flugmaður hjá bandarísku strandgæslunni var á ferðalagi hér á landi fyrir stuttu og leit við í Flugsafninu. Hann var ánægður með dvöluna og Safnið og stoppaði lengi hjá gömlu þyrlunni TF-SIF frá Landhelgisgæslunni. Hann sagði mér að hann væri flugmaður á samskonar þyrlu hjá  US. Coast Guard í USA. Þar eiga þeir rúmlega 100 slíkar vélar. Ég gat ekki sleppt því að smella mynd af kappanum.