Nýr hópur flugvirkjanema.

Undirbúningur fyrir komu 6. hóps flugvirkjanema í Flugsafnið er í fullum gangi. Að vanda koma 25 nemar sem verið hafa í námi hjá Flugskóla Íslands og Tækniskólanum í Reykjavík og ljúka sínu verklega námi hér fyrir norðan, áður en þeir fara í nokkurra mánaða starfsþjálfun hjá flugrekstraraðilum hér á landi. Síðan sækja nemarnir um störf hjá flugfélögum og öðrum flugrekendum hér heima og erlendis.