Alltaf tilbúnir að hjálpa.

Það er við hæfi að hafa myndina í svart/hvítu. Ingi Snorri, Tóti proppur, Smári, Sigurður Jóhanns og…
Það er við hæfi að hafa myndina í svart/hvítu. Ingi Snorri, Tóti proppur, Smári, Sigurður Jóhanns og Jobbi að loknu verki.

Smátt og smátt gerast hlutirnir og það á við um Flugsafnið. Fyrir stuttu var sett loftskrúfa á flugvélamótor af DC-3 sem verið hefur til sýnis í Safninu síðustu ár. Skrúfuna gerði upp Þórarinn Sigurgeirsson flugvirki, sem kallaður er Tóti proppur, því hann veit allt og kann allt varðandi svona skrúfur, sem kallast proppar á flugmáli.  Ísavía-strákarnir voru tilbúnir að hjálpa eins og venjulega, og komu þeir Ingi Snorri, Smári og Jobbi með lyftara og hjálpuðu Tóta og Sigga Jóhanns (Í hvíta flugvirkjagallanum sínum) að setja skrúfuna á mótorinn. Það voru þeir Sigurður Jóhanns og Hörður Geirsson sem gerðu mótorinn upp.