Örninn - Hollvinafélag

Fundargerð framhaldsstofnfundar Arnarins - Hollvinafélags Flugsafns Íslands, 4. maí 2013.

 Staðsetning: Bragginn í Flugsafni Íslands Akureyri. 

 Fundur er settur klukkan 16:15 þann 04.05.2013, 

 Pétur Einarsson var settur fundarstjóri með lófaklappi og Sigtryggur Sigtryggsson skipaður ritari.

 

Pétur P. Johnson gerði grein fyrir aðdraganda að stofnun félagsins og kom meðal annars fram að fyrsti undirbúningsfundurinn hafi farið fram í september 2011 og annar fundur síðan í janúar 2012. 

Nú er árangur þessa undirbúnings loksins að koma fram með formlegri stofnum hollvinafélagsins.

Pétur útskýrði einnig tilgang félagsins sem er að styðja við starfsemi Flugsafns Íslands með því að aðstoða ef þörf er á, stuðla að úrbætum, leita eftir styrkjum og kynna safnið.

 Síðan var farið yfir uppkasti að lögum félagsins sem voru samþykkt með smávægilegum leiðréttingum af öllum viðstöddum. 

Einnig var samþykkt með lófaklappi tillaga að nafni félagsins sem er frá og með deginum í dag Örninn - Hollvinafélag Flugsafns Íslands.

 Þá var gengið til kosninga stjórnar Hollvinafélagsins og gekk kosning mæta vel og almennt samþykki var um að formaður yrði Pétur P. Johnson og meðstjórnendur Gunnar Víðisson og Hallgrímur Jónsson (Moni). Varamenn voru kjörnir Sigtryggur Sigtryggsson og Hreinn Pálsson.

Endurskoðandi reikninga var kosinn Haukur Jónsson.

 Þá var lögð fram tillaga að árgjaldi og var samþykkt hóflegt árgjald sem hefur neðri mörk kr 3000 og efri mörk eru ótakmörkuð.

 Þá var tekið til almennrar umræðu og eftirfarandi málefni meðal annars rædd: 

  •  Hver tenging félagsins við stjórn safnsins ætti að vera, fundurinn leggur til við stjórn safnsins að Hollvinasamtökin hafi rétt til að hafa áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum. 
  • Rætt var um mikilvægi þess að halda úti fréttablaði fyrir félagsmenn og til var tekið að það yrði að vera vandað að gerð þess, frekar gefa út eitt gott skjal á ári en mörg léleg.
  •  Þá ræddi Pétur um hver markhópur félagsins væri og það að verið væri að dreifa upplýsingum um félagið til klúbba sem tengjast fluginu og markmiðið er að fá sem breiðastan hóp til liðs við okkur. 
  • Þá voru rædd möguleg verkefni á döfinni svo sem aðstoð við skráningu gagna, viðgerð á Grunau Baby, klára braggann og fleira. 

 

Fundi slitið klukkan 16:52

Sigtryggur Sigtryggsson, ritari