Flugvélahreyflar í safninu

  • 101 Rolls-Royce RB211
  • 101 Rolls-Royce RB211
Rolls-Royce RB211 hreyfillinn var tekinn í notkun árið 1972. Þá var hann notaður í Lockheed L-1011 TriStar. Síðan hefur hann verið notaður í Boeing 747, 757, 767 og rússnesku vélina Tupolev Tu-204. RB-211 er til í nokkrum útgáfum. Þessi mótor er af Lockheed TriStar- vél sem var í þjónustu Flugfélagsins Atlanta.
  • 102 Lycoming O-320
Lykoming O-320 er einn algengasti flugvélamótor í heiminum í dag. Hann kom fram 1953, en hafði verð til í öðrum útgáfum löngu áður. alls hafa veið framleiddar rúmlega 90 útfærslur af O-320. lycoming er líklega algengasti mótorinn í flugflota íslenskra einkaflugvéla. Hann þykir traustur og gangviss.
Þessi Walter Minor 4-11 mótor er úr flugvélinni TF-SÓL sem kom ný til landsins 1955. Vélin var tékknesk af gerðinni Aero 45. hún var meðal annars notuð til síldarleitar og flugkennslu. Henni hlektist á í flugtaki 1968 og eyðilagðist. Walter Minor mótorarnir voru smíðaðir í Tékkóslóvakíu í ýmsum útfærslum og mikið notaðir í flugvélar frá Austur-Evrópu.