TF-FIE Boeing 727-108C

TF-FIE Boeing 727-108C - Stjórnklefi / Cockpit section

  • TF-FIE Boeing 727-108C
  • TF-FIE Boeing 727-108C
Árgerð/Year of mfr.:
1967
Raðnúmer/Constr. number:
19503
Vænghaf/Wingspan:
33,10 m.
Lengd/Length:
40,35 m.
Hæð/Height:
10,36 m.
Hámarksþungi/Max. weight:
64.410 kg.
Hreyflar/Engines:
3 x Pratt & Whitney JT8D-1 Turbofan
Farflugshraði/Cruising speed:
 
Áhöfn/Crew:
3 (flugstjóri/flugmaður/flugvélstjóri) + 4 flugfreyjur/flugþjónar.
Farþegar/Passengers:
 
Eigandi/Owner:
Flugsafn Íslands
Fyrri skrásetningar/Previous I.D.:
N936UP, N727TG, TF-FLH, TF-FIE

Þessi flugvél TF-FIE, var fyrsta þotan í eigu Íslendinga, og markaði tímamót í íslenskri flugsögu þegar hún kom til landsins þann 24. júní 1967. Hún var í notkun hérlendis á vegum Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða fram í ársbyrjun 1985. Hún var í eigu Flugleiða þar til í janúar 1984 þegar hún var seld til TAG Leasing í Bandaríkjunum, en var leigð af því fyrirtræki fram í febrúar 1985. Vélin var síðan afskráð á Íslandi og seld til pakkaflutningafyrirtækisins UPS, en það fyrirtæki átti um 40 slíkar vélar sem allar fengu "andlitslyftingu" sem meðal annars fólst í því að skipta um hreyfla og mæilitæki í stjórnklefa. Vélin var í notkun UPS þar til henni var lagt í fllugvélakirkjugarði í Rosswell í Nýju Mexikó í júlí 2007. Á líftíma vélarinnar var henni flogið í 48.581 klukkustund og átti 31.647 flugtök og lendingar.  Með hjálp góðra manna tókst að kaupa vélina frá Rosswell og flytja stjórnklefa Gullfaxa í Flugsafn Íslands á Akureyraflugvelli, þar sem hann er til sýnis í dag.