TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster

TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster - framhluti (stjórnklefi)/forward fuselage -

 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
 • TF-IUB Douglas DC-6A Liftmaster
Árgerð/Year of mfr.:
1954
Raðnúmer/Constr. number:
44907
Vænghaf/Wingspan:
35,81 m
Lengd/Length:
32,18 m.
Hámarksþungi/Max. weight:
48.534 kg.
Hreyflar/Engines:
4x 2.500 ha. Pratt & Whiney R-2800 CB-17
Farflugshraði/Cruising speed:
507 km./klst
Sætafjöld/Number of seats:
3-4 manna áhöfn
Eigandi/Owner:
Flugsafn Íslands
Fyrri skrásetningar/Previous I.D.:
LN-FOL, N37592

Flugfélagið Iscargo keypti þessa flugvél af Fred. Olsen í Noregi árið 1974. Hún var notuð m.a. við margvísleg vöruflutningaverkefni Iscargo víða um lönd í Evrópu, Asíu og Afríku. Ennfremur var vélin notuð við áætlunarflug félagsins milli Reykjavíkur og Rotterdam í Hollandi. TF-IUB flaug síðast árið 1981. Vélin var rifin á Reykjavíkurflugvelli árið 1983, en framhluti hennar hefur varðveist. 
Douglas DC-6A var vöruflutningaútgáfa DC-6B Cloudmaster, en slíkar flugvélar báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Í farþegaflugi báru Douglas DC-6B flugvélar Loftleiða 85 farþega. Alls voru 17 flugvélar af gerðunum Douglas DC-6, DC-6A og DC-6B í notkun hjá íslensku flugfélögunum Loftleiðum, Flugfélagi Íslands, Flughjálp, Fragtflugi og Iscargo á árunum 1959 til 1981. 
Vonast er til að hægt verði að gera nef vélarinnar sýningarhæft að innan, en eins og sakir standa vantar öll stjórn- og mælitæki.

Iscargo bought this DC-6A from Fred. Olsen of Norway in 1974. It was used for many and varied tasks performing cargo charters throughout Europe, Asia and Africa. It was also used for Iscargo's scheduled air freight services between Reykjavík and Rotterdam in the Netherlands. TF-IUB was last flown in 1981 and was broken up for scrap in 1983, but the forward section was saved. 
The Douglas DC-6A was the cargo counterpart of the Douglas DC-6B Cloudmaster. On passenger services with Loftleiðir the DC-6B carried 85 passengers. In all there were 17 Douglas DC-6, DC-6A and DC-6B registered in Iceland on behalf of Loftleiðir - Icelandic Airlines, Icelandair - Flugfélag Íslands, Flughjálp - Aid By Air, Fragtflug, and Iscargo in the years between 1959 and 1981.
It is hoped that the cockpit can be restored for display inside, but presently all instruments and control are lacking.