TF-JFP

TF-JFP

  • TF-JFP

Kristján Árnason flugstjóri og flugvélaverkfræðingur hannaði og smíðaði þessa séstöku flugvél-TF-JFP ( Jet Flap Propulsion). Á hliðum búksins eru loftinntök þar sem tveir litlir mótorar knýja tvær túrbínur sem þjappa loftinu í þrýstihólf. Þaðan er loftið leitt í stokkum út vængina og í stýrifletina að framan. Svo er loftinu pressað um göt  aftan á vængjunum og yfir jafnvægisstýrin, og hæðarstýri að framan. Notaðir voru 2 tvígengsihreyflar, 52 hestöfl hvor,  sem snérust mest 6500 sn/mín. Einkaleyfi fyrir TF-JFP voru veitt í 6 löndum. Ekki eru til hreyflar á markaði sem henta verkefninu. Við akstursprófun á flugbraut komst vélin upp á 40 hnúta hraða, en náði ekki flugtaki. Vélin var hönnuð og smíðuð á árunum 1975 til 1996. Kristján gaf Flugsafni Íslands vélina og hóf síðan smíði annarar hönnunar sinnar sem er TF-VKA - Global-3, sem einnig er til sýnis í Safninu.