Bílaverkstæði Hölds fært þakkarskjal

Einn af hápunktum ársins sem nú er að renna sitt skeið, er endurgerð flugvélarinnar TF-HIS. Eins og áður hefur komið fram studdi Bílaverkstæði Hölds verkefnið myndarlega og gaf alla málningarvinnuna.

Nú þegar líður að jólum og áramótum færði Hörður Geirsson stjórnarformaður Flugsafnsins stjórn og starfsmönnum Hölds þakkarskjal og kærar jólakveðjur. Ari Fannar Vilbergsson verkstjóri, sem bar hitann og þungann af verkefninu, tók við skjalinu úr hendi formannsins.