Global-3 TF-VKA í loftið

Þær eru hlið við hlið vélarnar hans Kristjáns Árnasonar.
Þær eru hlið við hlið vélarnar hans Kristjáns Árnasonar.

Flugsafnið eignaðist nýlega aðra vél sem Kristján Árnason flugstjóri og flugvélaverkfræðingur hannaði og smíðaði. Vélin kallast GLOBAL-3 og hefur einkennisstafina TF-VKA. Hún er nokkuð frábrugðin  öðrum flugvélum þar sem mótorarnir snúa aftur og loftskrúfur ýta vélinni áfram í stað þess að toga. Kristján smíðaði vélina m.a. í þeim tilgangi að fljúga henni kringum jörðina. Vélin hefur mikið flugþol og er búin öllum nauðsynlegum tækjum til slíks flugs. Hún var smíðuð á árunum 2004 - 2011. Þegar farið var að fljúga vélinn kom í ljós að hún hafði ekki þá flugeiginleika sem ætlast var til. Í vélinn voru tveir ástralskir JABIRO-mótorar, 85 hestöfl hvor. Flughraði var um það bil 105 hnútar og stollhraði 95 hnútar. Áður hafði Safnið eignast TF-JFP sem Kristján hannaði og smíðaði einnig. Eftir andlát Kristjáns ánafnaði eiginkona hans, Ragnheiður Sigurbjörg Ísaksdóttir Safninu TF-VKA.