Hanbók fyrir PBY-5A Catalina

Gestur Einar safnstjóri tekur við gjöfinni frá Alfred Rijkers.
Gestur Einar safnstjóri tekur við gjöfinni frá Alfred Rijkers.

Margir muna þegar hvítur Catalína-flugbátur kom til Akureyrar fyrir nokkru á leið sinni til Grænlands, með hóp vísindanema frá breskum háskóla. Með í ferðinni var m.a. Alfred Rijkers flugmaður með meiru. Hann leit við í safninu þegar Catalínan kom hérna og sagðist ætla að koma aftur seinna. Hann kom svo föstudaginn 16. mars og afhenti Safninu handbók flugmanns fyrir Catalínu PBY-5A sem gefin var út í nóvember 1940. Einnig færði hann okkur tékklista vélarinnar (checklist.) Það er gaman þegar menn muna eftir okkur og sýna í verki að þeir kunna að meta móttökurnar.