Hiti í Safninu

"Tveggja hreyfla" blásari.

Nú er hlýtt í Safninu. Það er búið að tengja stóran "tveggja hreyfla" blásar sem gjörbreytir möguleikum á viðveru og heimsóknum í húsið. Áður var erfitt að halda sæmilegum hita, en með þessu nýja tæki er móttaka gesta og annað samkomuhalda auðveldara og þægilegra í alla staði. Af og til eru haldnar veislur, tónleikar og aðrir viðburðir í Flugsafninu og þá hefur oft verið erfitt að halda þokkalegum hita, nema þenja þá litlu blásara sem fyrir voru. Með nýja kerfinu er létt að halda góðum hita. Meðal annars er notaður varmaskiptir við blásarann. Smári Árnason vélvirki og flugáhugamaður og stjórnarmaður í Safninu sá um útvegun blásarans og alla uppsetningu hans.  Hörður Geirsson stjórnarformaður og Helgi Rafnsson flugvirki, flugáhugamaður og kennari við flugvirkjaskólann sáu um rafmagnstengingu. það er full ástæða til að þakka Smára og þeim félögum frábært framtak við þessa vinnu. Nú verður hlýtt í Flugsafni Íslands.