Kennslan er byrjuð

Hluti af hópnum hlustar á kennarann.
Hluti af hópnum hlustar á kennarann.

Þá eru þeir komnir flugvirkjanemarnir sem verða við nám og vinnu í Flugsafninu næstu tvo mánuði. Þetta er 25 manna hópur, frá sautján ára aldri upp í fertugt. Þeim fylgja tveir kennarar. Þetta er sjötti hópur nema sem hingað kemur og lýkur hluta af verklega náminu sem þeir hafa stundað í Flugskóla Íslands/Tækniskólanum síðust tvö árin.