Lekabyttur fyrir DC-3, Pál Sveinsson

Stjörnumótorar leka vel olíunni. Tveir slíkir mótorar eru í gamla Douglas,- Páli Sveinssyni. VIð leituðum til Blikk-og tækniþjónustunnar á Akureyri um að smíða fyrir okkur olíubakka fyrir vélina, og tóku þeir vel í málið, og ætluðu að smíða þetta fyrir okkur og gefa safninu. Nú veðst olían ekki út um öll gólf.

Takk þið frábæru eigendur og iðnaðarmenn hjá Blikk-og tækniþjónustunni. Það er alltaf gott að leita til ykkar.