NÝ HEIMASÍÐA FLUGSAFNSINS

Það hefur staðið til um nokkurn tíma að gera nýja heimasíðu fyrir safnið. Tæknin gerir það að verkum að það er mun léttara og þægilegra að vinna við heimasíður í dag en það var fyrir nokkrum árum. Við vonum að ný síða gefi góða og fjölbreytta mynd af Flugsafninu og starfseminni í dag og þið sem heimsækið síðuna njótið vel og fáið upplýsingar og fróðleik sem þið sækist eftir. Búið er að flytja mest af því sem þurfti af gömlu síðunni, en eðlilega tekur einhvern tíma að koma öllu fyrir svo flestir verði ánægðir. Verið velkomin á nýja heimasíðu Flugsafns Íslands.