Páll Sveinsson DC-3 -(C-47) tekinn í skoðun

Hannes og þeir flugvirkjanemar, Valur, Magnús, Baldur Óli og Óskar byrjaðir að skoða.
Hannes og þeir flugvirkjanemar, Valur, Magnús, Baldur Óli og Óskar byrjaðir að skoða.

Það eru kannski fyrstu merki um að vorið nálgist, að Páll Sveinsson DC-3 sé tekinn í árlega skoðun. Hannes Thorarensen flugvirki er kominn norður og hefur fengið með sér nokkra flugvirkjanema, frá Flugskóla Íslands/Tækniskólanum, til að framkvæma þessa skoðun sem tekur væntanlega nokkra daga. Þá er bara að bíða fram í seinni hluta maí, að vélin verður tekin út og er þá tilbúinn til flugs í sumar.