Sjöundi árgangurinn

Það er líf og fjör í Flugsafninu þessar vikurnar, því 7. árgangur flugvirkjanema eru nú við nám og störf þar. Að þessu sinni eru nemarnir 25 og þar af tvær stúlkur. Nú hafa rúmlega 150 nemar í flugvirkjun farið í gegnum starfsnám á vegnum Flugskóla Íslands/Tækniskólans, í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.