Arngrímur B. Jóhannsson kjörinn heiðursfélagi Arnarins

Stjórn Arnarins ásamt Arngrími. Frá vinstri: Hreinn Pálsson, Hallgrímur Jónsson, Arngrímur B. Jóhann…
Stjórn Arnarins ásamt Arngrími. Frá vinstri: Hreinn Pálsson, Hallgrímur Jónsson, Arngrímur B. Jóhannsson, Þorkell Á. Jóhannsson, Sigurður B. Jóhannsson og Guðmundur Hilmarsson.
Það var ánægjuleg stund í Flugsafninu í dag þegar stjórn Arnarins afhenti Arngrími viðurkenningarskjal í tilefni þess að hann hefur verið kjörinn heiðursfélagi í þakklætisskyni fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu Flugsafnsins við þróun og uppbyggingu þess.
 
Við óskum Arngrími innilega til hamingju og þökkum honum ómetanlegt framlag til Flugsafnsins.