AVRO 504K komin(n) í hús.

Guðjón að opna pakka.
Guðjón að opna pakka.

Ýmislegt verður gert  árið 2019 í tilefni 100 ára afmælis fyrsta flugs á Íslandi.  Hér á myndinni er Guðjón Ólafsson kennari og flugmódelsmiður að taka á móti módeli af fyrstu flugvél sem flaug á Íslandi 3. september 1919. Þetta er AVRO 504 -K í skalanum 1/3. Það þýðir að vænghafið er 3,60 metrar, þannig að AVRO-inn verður mjög stór. Módelið verður væntanlega til sýnis í Flugsfninu í framtíðinni.  Á afmælisdeginum sjálfum þann 3. sept. 2019 verður því flogið í Vatnsmýrinni við Reykjavíkurflugvöll, en þar fór fyrsta flugið fram fyrir hundrað árum. 

 Guðjón ætlar sér góðan tíma í smíðina, og verður hann með aðstöðu í Flugsafninu. Þar getur fólk fylgst með framvindu smíðinnar.