Flugdagur Flugsafnsins haldinn 27. júní nk.

Flugdagur Flugsafns Íslands hefur verið haldinn árlega í kringum Jónsmessu frá árinu 2000 og að þessu sinni verður hann haldinn laugardaginn 27. júní nk. kl. 13-16.

 

Undirbúningur er í fullum gangi og verður dagskrá kynnt fljótlega, bæði hér á heimasíðunni og Facebook-síðu safnsins.