Flugsafnið lokað gestum vegna hertra aðgerða stjórnvalda

Tilkynnt hefur verið um hertar aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 og nýjar reglur um samkomubann tekið gildi. Samkvæmt þeim skal öllum söfnum lokað á meðan bannið er í gildi og því verður Flugsafnið lokað frá og með mánudeginum 23. mars.

 

Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið flugsafn@flugsafn.is eða hringið í síma 4614400 eða 8440104 ef þið eigið erindi við safnið.