Flugsöguhornið - Fyrir þrjátíu árum

Elíeser Jónsson aðaleigandi Flugstöðvarinnar hf. og sonur hans Jón.
Elíeser Jónsson aðaleigandi Flugstöðvarinnar hf. og sonur hans Jón.

ÍSLENSKIR flugmenn fara víða í starfi sínu og oft dvelja þeir langtímum heiman frá sér. Í flestum tilfellum eru flugmennirnir starfandi á vegum íslenskra eða erlendra flugfélaga við farþega og vöruflug.Fleiri flugmenn fara þó víða vegna starfa sinna, þeirra á meðal Elíeser Jónsson aðaleigandi Flugstöðvarinnar hf.. Nú í vikunni kom hann heim til Reykjavikur ásamt Jóni syni sinum eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni. Þar voru þeir feðgar við störf á flugvél fyrirtækisins TF-ERR. Flugstöðin hf. keypti flugvélina TF-ERR sem er skrúfuþota afgerðinni Rockwell Turbo Commander 690A, árið1980. Gerðar voru á vélinni ýmsar kostnaðarmiklar breytingar til að gera hana hæfa til loftljósmyndaflugs, en Flugstöðin hefur um margra ára skeið annast allt ljósmyndaflug fyrir Landmælingar Íslands.Hérlendis er einungis mögulegt að stunda landmælingaflug um hásumar og hefur Elíeser því leitað fyrir sér um verkefni erlendis. Frá því haustið 1981 hefur hann flækst víða um lönd við ljósmyndaflug á TF-ERR og hefur hann m.a. verið fjórum sinnum við verkefni í Nepal. Hann hefur einnig verið fjórum sinnum við ljosmyndaflug í Líberíu í Afríku, nokkrum sinnum í löndum við Persíuflóa, í Guineu í Afríku, í Mið-Afríkulýðveldinu, í Bretlandi, Curacao í Karíbahafi og í vesturhluta Kanada. Nýjasta erlenda verkefni Flugstöðvarinnar var á Spáni, en þangað fóru feðgarnir Elíeser og Jón í febrúar s.l. Höfðu þeir framan af bækistöðvar sínar í Madrid en færðu síg síðar um set til Malaga. Jón, sem er einnig atvinnuflugmaður, hefur hin síðari ár oft verið með föður sínum í verkefnum erlendis og lagðist flugmannsstarflð að mestu á hans herðar meðan á Spánardvöl þeirra stóð. Þeir feðgar létu vel af dvölinni á Spáni, en höfðu á orði að verkefnið hefði tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Loftljósmyndaflug krefst þess að hvergi sé skýjahnoðri á Iofti á því svæði sem flogið er um og geta menn þurft að bíða dögum og jafnvel vikum saman eftir réttum skilyrðum," sagði Elíeser.Það getur verið alveg ágætis veður tilað stunda sólböð og stinga sér í sundlaugina á sama tíma og ófært er fyrir ljósmyndaflug”.

 

Þess má geta hér að þeir feðgar eru báðir látnir; Elíeser lést í nóvember 2013 og Jón lést í nóvember 2017.

Myndir og texti Pétur P. Johnson
 
TF-ERR