Höfðingleg gjöf til Flugsafnsins

Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri, Húnn Snædal og Guðrún Freysteinsdóttir. Það var glatt á hjal…
Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri, Húnn Snædal og Guðrún Freysteinsdóttir. Það var glatt á hjalla þegar þeim var færður örlítill þakklætisvottur frá Flugsafninu sl. föstudag.

Undanfarin ár hefur Flugsafnið fengið að varðveita og sýna flugvélar og gyrocopter í eigu Húns Snædals og Guðrúnar Freysteinsdóttur. 

Nú hafa hjónin fært safninu tvær af flugvélunum, TF-KOT og TF-KEA, sem og gyrocopterinn að gjöf og verða vélarnar því varðveittar til frambúðar á safninu. 

Stjórn og starfsfólk safnsins þakkar Húnna og Guðrúnu kærlega fyrir gjöfina og þeirra framlag til íslenskrar flugsögu.

 

Hér má lesa nánar um flugvélarnar og gyrocopterinn sem um ræðir:

https://www.flugsafn.is/is/safngripir/tf-kea

https://www.flugsafn.is/is/safngripir/tf-kot

https://www.flugsafn.is/is/safngripir/tf-eaa