Kveðja frá Kópaskeri.

Hólmfríður með mælana og bækurnar sem hún færði safninu.
Hólmfríður með mælana og bækurnar sem hún færði safninu.

Hólmfríður Halldórsdóttir leit við í Flugsafninu fyrir stuttu og hafði með sér góðar gjafir. Hólmfríður var flugvallarvörður í Kópaskeri í  20 ár og skráði hjá sér allar komur flugvéla, lendingar, flugtök og fleira á tímabilinu frá október 1979 til janúar 1998. Auk þess skrifaði hún dagbækur með veðurlýsingum og ýmsu öðru gagnlegu upp á hvern dag þennan tíma á flugvellinum á Kópaskeri. Þessar bækur, auk vindmælis og loftþrýstingsmælis (QNH) sem var úr gömlum Beechcraft færði hún safninu til varðveislu. Hólmfríður, kærar þakkir.