Nýr samningur undirritaður vegna flugvirkjanáms

Á dögunum undirrituðu Flugsafnið og Tækniskólinn nýjan samning um verknám flugvirkjanema í safninu. Frá árinu 2013 hafa níu árgangar flugvirkjanema stundað verknám í Flugsafninu um tveggja mánaða skeið eða alls 229 nemendur. Samningurinn gildir frá ársbyrjun 2023 og er von á tíunda árganginum í upphafi þess árs.

Samstarf Flugsafnsins og Tækniskólans hefur verið afar farsælt og ánægjulegt að áframhald verði á því samstarfi.

 

Flugvirkjanemar í Flugsafninu