Tilkynning vegna samkomubanns

Vegna samkomubanns er rétt að taka fram að Flugsafnið er opið samkvæmt auglýstum vetraropnunartíma á laugardögum kl. 14-17 og eftir samkomulagi. Leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis er fylgt og fjöldi takmarkaður við 100 manns. Á Flugsafninu er hátt til lofts og vítt til veggja og því auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð milli gesta og handspritt er aðgengilegt.

Munum að við erum öll almannavarnir í dag ❤️