302 Saab 900 Turbo

Saab 900

  • 302 Saab 900 Turbo
  • 302 Saab 900 Turbo

SAAB 900 Turbo bremsumælingarbifreið árgerð 1983.

Bifreiðin er fyrsta bremsumælingarbifreið Flugmaálstjórnar Íslands og var tekin í notkun 12 janúar 1984 á Reykjavíkurflugvelli. Bifreiðin var í notkun til 11 febrúar 2004.

Bifreiðin er búin sérstökum viðnámsmæli "SAAB Friction Tester" sem gefur upp ástand flugbrautar í hálku, snó og rigningu. Sérúrbúin tölvubúnaður skilar viðnámsmælinu til tölvu bifreiðarinnar sem umreinar mælinguna í töluleg gildi samkvæmt stöðlum Alþjóðlegu flugmálastjórnarinnar.

Bifreiðin er gjöf Flugstoða til FLugsafns Íslands og var afhent við opnun nýs húsnæðis þess, 3 nóvember 2007.