105 Walter Minor 4-11 mótor

Walter Minor 4-11 mótor

  • 105 Walter Minor 4-11 mótor
 Árgerð/Year into service: 1929
Lengd/Length:
1.11 m
Þvermál /diameter:
0.44 m.
Þyngd / Weight:
93 kg
Hestöfl / Power output:
95 hp at 2.550 rpm

Þessi Walter Minor 4-11 mótor er úr flugvélinni TF-SÓL sem kom ný til landsins 1955. Vélin var tékknesk af gerðinni Aero 45. hún var meðal annars notuð til síldarleitar og flugkennslu. Henni hlektist á í flugtaki 1968 og eyðilagðist. Walter Minor mótorarnir voru smíðaðir í Tékkóslóvakíu í ýmsum útfærslum og mikið notaðir í flugvélar frá Austur-Evrópu.