Flugvirkjanemar kveðja

Flugvirkjanemar og kennarar 2017
Flugvirkjanemar og kennarar 2017

Þetta er fimmti hópurinn sem líkur námi með tveggja mánaða dvöl við verklega kennslu. Þar voru menn að fást við allskonar verkefni undir leiðsögn góðra kennara og flugvirkja. Unnið var við DC-3 vélina, Pál Sveinsson svo hann fer í flug með vorinu, Önnur verkefni voru fjölbreytt, svo sem vinna við þotumótora, allskyns viðgerðir og eftirlit á Fokker F-27 frá Landhelgisgæslunni, skoðun og aðgerðir á þyrlunni TF-SIF og fl. Svo tekur við vinnuþjálfun hjá ýmsum flugrekstraraðilum, svo sem flugfélögum, flugskólum og Landhelgisgæslunni. Að því loknu sækja nemarnir um vinnu hér heima og í útlöndum.