Gestir frá öllum heimshornum.

Fyrir nokkru hengdum við upp heimskort á vegg í Safninu. Þar er að sjá mörg hundruð litla fána sem tákna borgir, bæi, heimili eða fæðingarstað ýmissa gesta sem heimsótt hafa Flugsafnið í gegnu síðustu þrjú árin. Gjarnan spyrjum við gesti hvaðan þeir komi eða hvaðan þeir séu. Ef staðurinn er ómerktur á kortinu fá þeir fána á sinn stað. Síðan er klappað fyrir nýjum gesti frá nýjum stað. Margir staðir og borgir eru þéttsetnir, þannig að viðkomandi fær ekki fána á þann stað. Nú má sjá fána frá ólíklegustu stöðum jarðarinnar. Má þar nefna; Nome og Yokun í Alaska, Yellowknife í Canada, Qaanaq nyrst á Grænlandi, Yakutsk í Síberíu og Kabúl í Afganistan, Madagascar, Jólaeyju, Petropavovsk á Kamchatskyia, Maldiv-eyjum og svo ótal stöðum þar á milli. Kortið vekur mikla athygli gesta Flugsafnsins.