Strákar frá Hólmasól

Flugmenn framtíðar sem eru núna nememdur á Leikskólanum Hólmasól.
Flugmenn framtíðar sem eru núna nememdur á Leikskólanum Hólmasól.

Margir skólar víða að af landinu hafa komið í Flugsafnið að undanförnu. Þetta eru nemendur frá leikskólum upp í 10 bekk Grunnskóla.  Fallegur hópur skemmtilegra krakka komu frá Leikskólanum Hólmasól á Akureyri fyrir stuttu og skemmtu sér vel. Strákarnir stóðu við gömlu TF-SIF og vildu fá af sér mynd.