Þristur vill út.

Kapparnir Hannes og Helgi dæla olíu.
Kapparnir Hannes og Helgi dæla olíu.

Með vorinu ókyrrist DC-3 (C-47) TF-NPK í Flugsafninu. Því eru þeir mættir flugmennirnir og flugvirkjarnir Hannes Thorarensen og Helgi Rafnsson til að gera allt klár. Það þarf að klára skoðun á vélinni, fara yfir ýmsa hluti og setja olíu á mótora o.fl. Svo verður dregið út og sett í gang. Þristurinn fer svo til Reykjavíkur og verður viðstaddur Flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli 02. júní.  Páll Sveinsson verður svo á Flugdegi Flugsafnsins 23. júní. Síðan flýgur hann eitthvað annað um landið í góða veðrinu í sumar.