Aðalfundi frestað vegna sóttvarnaaðgerða

Til félaga Arnarins og flugáhugafólks.

Vegna nýrra sóttvarnarreglna er nauðsynlegt að fresta aðalfundi Arnarins, hollvinafélags Flugsafns Íslands sem vera átti næstkomandi laugardag, um óákveðinn tíma. Sama gildir um heiðurssamsæti sem vera átti strax í framhaldi fundarins. Við munum auglýsa nýja tímasetningu strax og hún liggur fyrir.

Sjáumst síðar og farið varlega.

Stjórn Arnarins.